Samfélagsmiðillinn TikTok hefur gefið það út að miðillinn muni ekki lengur verða aðgengilegur í Hong Kong í kjölfar þess að Kína innleiddi ný þjóðaröryggislög. Frá þessu er greint á vef BBC .

„Í ljósi nýliðinna atburða höfum við tekið þá ákvörðun að hætta rekstri TikTok smáforritsins í Hong Kong," sagði talsmaður fyrirtækisins í samtali við BBC.

Annað smáforrit sem býður notendum sínum upp á að setja inn myndskeið og nefnist ByteDance hafur nú verið komið á laggirnar í Kína.

Fyrrum framkvæmdastjóri hjá WaltDisney, Kevin Mayer, stýrir nú TikTok og hefur hann gefið út að notendagögn smáforritsins séu ekki geymd í Kína.