Viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, telur tímabært að taka til skoðunar hvort afnema eigi skylduvátryggingu vegna bruna húseigna. Fyrr í þessari viku óskaði viðskiptaráðuneytið eftir tilnefningu Samtaka fjármálafyrirtækja, Fjármálaeftirlitsins og Húseigendafélagsins í nefnd sem fara á yfir lagaumhverfi brunatrygginga og vinna að afnámi þeirrar skyldutryggingar sem húseigendur búa við í dag.

Stefnt er að því að nefndin skili niðurstöðum sínum til ráðherra eigi síðar en 15. september næstkomandi.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum frá kl. 21:00 í kvöld. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .