Talsmaður neytenda hefur boðað fulltrúa Símans og Vodafone á fundi í vikunni til þess að fara yfir hvort og þá hvernig og hvenær nýleg tilmæli um tilkynningar til neytenda um verðhækkanir hafi verið eða verði uppfyllt.

Þetta kemur fram á vef Talsmanns neytenda.

Þar segir að í tilmælum talsmanns neytenda er kveðið á um að tilkynna eigi viðskiptavinum um verðhækkanir með mánaðar fyrirvara. Bæði Síminn og Vodafone féllust á að fylgja tilmælunum sem gefin voru út að fengnum sjónarmiðum.   Þá er kveðið á um það að hið sama gildi um aðrar breytingar á skilmálum, sem geti verið neytendum í óhag, þegar um sé að ræða þjónustuliði samkvæmt viðvarandi viðskiptasambandi.

Sjá nánar á vef Talsmanns neytenda.