*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Fólk 11. desember 2019 14:07

Til Dranga frá Kaupþingi

Lögmaðurinn Þórarinn Þorgeirsson hefur gengið til liðs við Dranga lögmenn sem einn af eigendum stofunnar.

Ritstjórn
Þórarinn Þorgeirsson.

Lögmaðurinn Þórarinn Þorgeirsson hefur gengið til liðs við Dranga lögmenn sem einn af eigendum stofunnar. Áður starfaði Þórarinn sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings ehf.

Í tilkynningu frá Dröngum segir að Þórarinn hafi áralanga reynslu af verkefnum á sviði banka og fjármagnsmarkaða, félagaréttar, fjármögnun fyrirtækja, gjaldþrotaréttar, fjárhagslegrar endurskipulagningar auk yfirtöku og samruna.

Hjá Kaupþingi hafi Þórarinn umsjón með lögfræðivinnu í tengslum við endurskipulagningu og nauðasamning félagsins í kjölfar slitameðferðar þess auk tvíhliða skráningar Arion, fyrrum dótturfélags Kaupþings, á OMX í Reykjavík og Stokkhólmi.