Til greina kemur að skrá Existu eða dótturfélög þess á markað, en Exista er móðurfélag Skipta (eiganda Símans), VÍS, Lífís og Lýsingar, auk þess sem félagið á óbeinan hlut í Bakkavör. Stjórn félagsins hefur gefið sér sex mánuði til að komast að niðurstöðu um framtíðarskipulag samstæðunnar. Á þeim tíma verður skoðað hvort það sé hluthöfum félagsins hagkvæmt að endurfjármagna rekstur dótturfélaganna með skráningu á markað eða hvort aðrar leiðir séu betur til þess fallnar.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .