Í umræðum í ítalska þingingu í dag um hækkun eftirlaunaaldurs úr 58 árum í 67 ár kom til handalögmála milli tveggja þingmanna. Hækkun lífeyrisaldurs er hluti af niðurskurðartillögum ríkisstjórnar Silvio Berlusconi.

Umræður hófust á mótmælum þingmanna við ummælum þingforsetans Gianfranco Fini í sjónvarpsþætti á þriðjudagskvöld. Þar sagði Fini að eiginkona Umberto Bossi, sem forsætisráðherran Silvio Berlusconi á líf ríkisstjórnar undir þessa dagana, hafi farið á ríkuleg eftirlaun ung.

Þingmenn Norðurbandalagsins, flokks Umberto Bossi, kröfðust afsagnar Fini vegna ummælanna. Enduðu umræðurnar með því að það kom til handalögmála milli Claudio Barbaro þingmanns FLI flokks Fini og Fabio Ranieri þingmanns Norðurbandalagsins.