Nú er mikið talað um að Internetfyrirtæki séu alltof hátt metin á markaðnum og þetta sé bóla sem geti ekki annað en sprungið. Óttist þið ekki að hún verði sprungin áður en þið komist inn á markaðinn?

„Þetta var líka sagt um netfyrirtækin 1996 og 1997 og 1998 og er enn sagt. Flest Internetfyrirtæki hafa haldið áfram að vaxa. Netið gefur fyrirtækjum ótakmarkaða möguleika á beinu sambandi við viðskiptavini og það mun vaxa áfram.

„E-commerce“ er að verða að veruleika, hvort sem mönnum líkar eða ekki. Eg hef miklu meiri áhyggjur af gengi hefðbundinna fyrirtækja í hinum hefðbundna heimi sem eru ekki að nýta sér þá möguleika sem netið býður upp á; þessi fyrirtæki munu verða undir í samkeppninni,“ segir Skúli. „Þróunin endurspeglast kannski best í því að nýlega keypti eBay, sem er stærsta uppboðsfyrirtækið á netinu, hið gamalgróna og virðulega upp- boðsfyrirtæki Butterfield & Butterfield fyrir 250 milljónir dollara. eBay var stofnað 1995 en er orðið 23 billjóna dollara virði.“

Úr viðtali við Skúla Mogensen í tímaritinu Frjáls verslun árið 1999. Hugbúnaðarfyrirtækið Oz hafði þá nýverið fagnað níu ára starfsafmæli og stefndu eigendurnir á skráningu í Kauphöllina.

Til á prenti birtist í Viðskiptablaðinu 9. ágúst 2012. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild sinni hér að ofan undir liðnum Tölublöð.