,,Fyrir nokkrum árum hitti ég Jón Ásgeir Jóhannesson í fyrsta sinn. Kynni okkar hófust með viðskiptum, sem hafa reynst sérlega ábyggileg og traust frá hans hendi. Þessi samskipti hafa leitt til persónulegs vinskapar, sem ég met mikils. Þetta gerðist áður en Jón Ásgeir varð þekktur á alþjóðavettvangi og fjallað um hann af áhuga og virðingu í helstu dagblöðum Bretlands og víðar um heim."

Sir Frank Williams heldur áfram:

,,Eitt af fyrirtækjum Jóns Ásgeirs, hin heimsfræga Hamley’s-leikfangaverslun, hefur verið einn af stuðningsaðilum og auglýsendum Williams Formula One-liðsins. Í því felst að við vinnum saman að verkefnum, sem miða að því að viðskiptavinur okkar hafi sem mest gagn af að taka þátt í öllu því sem tengist okkar liði og allri þeirri kynningu, sem Formula One hefur upp á að bjóða. Okkur sem störfum hjá Williams Formula One-liðinu hefur þótt mikið til koma hvernig Jón Ásgeir hagar sér í viðskiptum og persónulegum samskiptum. Við eigum viðskipti við marga menn og fyrirtæki, en það er leitun að annarri eins orku og framkvæmdasemi og Jón Ásgeir hefur til að bera. Það kom mér á óvart að lesa í bresku blöðunum að hann og aðrir í fjölskyldu hans væru sakaðir um ólögleg viðskipti í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, fyrir íslenskum rétti. Ekkert sem ég hef kynnst gefur mér til kynna annað en ærleg viðskipti og þróttmikið keppnisskap."

Til á prenti birtist í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum Tölublöð.