Ríkisstjórnin skoðar hvort hægt sé að hækka persónuafslátt í tengslum við komandi kjarasamninga. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við Fréttablaðið eftir að hann og Bjarni Benediktsson hittu samninganefnd Alþýðusambands Íslands í gær.

Ráðherranefnd ríkisstjórnarinnar hittist á fundi í dag til að fara yfir það hvort stjórnvöld geti ekki með einhverjum hætti lagt sín lóð á vogarskálarnar við gerð kjarasamninga á almenna makraðnum, sagði Sigmundur Davíð við blaðið.

„Við höfum ekki haft tilfinningu fyrir þvi hvort ríkisstjórnin vildi koma að gerð kjarasamninga. Ég tel hins vegar eftir þennan fund að vilji stjórnvalda  standi til þess,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ eftir fundinn.