Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar að sækja um afléttingu tolla af heilfrystum makríl í Evrópusambandinu (ESB). Formlegar viðræður um slíkt eru hins vegar ekki hafnar. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu .

Þar kemur fram að íslensk útgerðarfyrirtæki greiði nú 18% toll af heilfrystum makríl sem þau flytja til ríkja ESB. Með því að fá tollunum aflétt opnist hins vegar möguleikar á að flytja hann til vinnslu í Austur-Evrópu. Með því sé hægt að bjarga verðmætum þar sem þannig fáist hærra verð fyrir makrílinn en ef hann færi í bræðslu.

Þá segir aftur á móti að erfitt gæti reynst að fá fulla afléttingu tolla af heilfrystum makríl með svo skömmum fyrirvara. Því sé líklegra að unnt sé að ná tollfríðindum fyrir takmarkað magn.