Til stendur að ráðast í skuldabréfaútgáfu upp á 18 milljarða króna til að endurfjármagna sambankalán sem Austurhöfn-TR, eigandi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, tók í janúar í fyrra.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en Austurhöfn TR er í eigu ríkis og borgar.

Upphaflegt sambankalán var tekið í byrjun árs 2010 en það voru stærstu viðskiptabankarnir þrír, Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki, sem veittu lánið. Kostnaður vegna lánsins stendur nú í tæpum 18 milljörðum króna.

Til stendur að skuldabréfaútboðið fari fram á fyrsta fjórðungi næsta árs