Til stendur að setja Perluna á sölu á næstu mánuðum. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi Perlunnar og í lok apríl var tilkynnt að Orkveitan þyrfti að afla fimmtíu milljarða króna á næstu fimm árum til að efla rekstur og starfsemi. Vel hefur gengið að selja eignir Orkuveitu Reykjavíkur af því er fram kemur í frétt í Rúv .

Af þeim fimmtíu milljörðum sem Orkuveita Reykjavíkur þarf af afla sér er gert ráð fyrir að eignir verði seldar fyrir tíu milljarða króna. Sala Perlunnar er liður í þeirri aðgerð. Einnig stendur til að selja húskynni Orkuveitunnar að Bæjarhálsi. Þá hafa minjasafnið í Elliðaárdal og jörðin í Hvammsvík verið auglýstar til sölu.