Alls bárust 49 tilboð í byggingarrétt á tveimur lóðum fyrir fjölbýlishús við Bjarkarás. Tilboðin voru opnuð, að viðstöddum bjóðendum, á bæjarskrifstofum Garðabæjar fimmtudaginn 6. janúar 2005. Hæsta tilboðið var frá Fasteignafélaginu Hlíð, samtals að upphæð 200.550.000 krónur. Frjálsi fjárfestingarbankinn bauð 175.350.000 kr. og var tilboði þeirra tekið.

Boðinn var út byggingarréttur á lóðinni Bjarkarás 1-15 sem er fyrir 18 íbúða hús og á lóðinni Bjarkarás 17-29 sem er fyrir 12 íbúða hús. Það skilyrði var sett í útboðinu að byggingarrétti á báðum lóðunum yrði úthlutað til sama aðila.

Tilboðin verða lögð fram á fundi bæjarráðs Garðabæjar þriðjudaginn 11. janúar og verða þá metin út frá reynslu og fjárhagsstöðu aðila.