Orkuveitan gaf út verðtryggð jafngreiðsluskuldabréf til 8 og 30 ára á mánudaginn. Tilboð bárust fyrir 3,2 milljarða en samþykkt tilboð námu 1.038 milljörðum.

Ávöxtunarkrafa styttri flokksins nam 3,30% en krafa lengri flokksins var 3,20%. Það jafngildir 0,5-0,7% vaxtaálagi á skuldbindingar ríkissjóðs.

Kjörin á lengri flokknum eru í samræmi við skuldabréfagreiningu IFS Greiningar, en ávöxtunarkrafa styttri flokksins er ívið lægri. IFS Greining taldi að ávöxtunarkrafa þess flokks ætti að vera 3,34%.