Fyrsta útboð Seðlabankans í því skyni að kaupa krónur gegn reiðufé í erlendum gjaldeyri fór fram í morgun. Í tilkynningu frá bankanum segir að tilboð hafi borist að fjárhæð 61,1 milljarði króna en tilboðum hafi verið tekið fyrir 13,4 milljarða. Samþykkt tilboð miðuðust við þau gengi sem lögð voru inn.

Lágmarksverð samþykktra tilboða var 215 krónur/evru og meðalverð samþykktra tilboða var 218,89 krónur/evru. Útboðið er liður í losun gjaldeyrishafta.

Gengið er talsvert hærra en aflandsgengi krónu sem hefur verið skráð um 227 krónur/evru að undanförnu en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins á markaði endurspeglar gengið að gengi krónu sé of sterkt og gengið bendi einnig til þess margir hafi haldið að sér höndum til þess að kanna hvernig landið liggi.