Tilboð Regins í allt hlutafé Eikar var lagt fram án vitneskju stjórnar síðarnefndar félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, sendi Kauphöllinni fyrir hönd félagsins eftir lokun markaða í dag.

Eik hafði nýlega undirritað samning um kaup á tilteknum eignum fasteignafélagsins SMI ehf., sem stjórnir beggja félaganna höfðu samþykkt. Þau viðskipti þýða að eignasafn Eikar stækkar um 70%. Tilboð Regins í Eik er hins vegar gert með því skilyrði að eignir SMI fylgi ekki með.

Í tilkynningu stjórnar Eikar til Kauphallarinnar segir að það að tilboð hafi borist í alla hluti í Eik sýni áhuga á félaginu. Hluthafar Eikar eigi nú tvo prýðilega kosti. Eik muni kappkosta að kynna báða kosti fyrir öllum hluthöfum vel á næstunni.