Tilboð sjóðsstýringafyrirtækisins Landsbréfa í svonefnt Magma skuldabréf sem er í eigu Orkuveitu Reyjkjavíkur hefur fallið úr gildi. Landsbréfum tókst ekki að fjármagna kaupin fyrir 30. ágúst síðastliðinn eins og áætlað hafði verið.

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið sé enn opið fyrir tilboðum í bréfið og bæði erlendir og innlendir fjárfestar hafi sýnt því áhuga.

Landsbréf buðu 8,6 milljarða króna í bréfið og ætlaði að greiða 5,2 milljarða fyrir 30. ágúst.