Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem efnt var til í kvöld var tilboð Íslandsbanka um endurfjármögnun bæjarins samþykkt.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri segir að endurfjármögnunin komi til með að lækka greiðslubyrði og minnka gjaldeyrisáhættu sveitarfélagsins og styrkja um leið fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Endurspeglist það meðal annars í forsendum hækkaðs lánshæfismats sem birt var  í síðustu viku.

Undanfarin misseri hefur verið leitað eftir endurfjármögnun á erlendum skuldum bæjarins. Í tilkynningu frá bæjarstjórní dag segir að sú endurfjármögnun hafi verið tryggð. Nú sé beðið svara Seðlabanka við beiðni sveitarfélagsins um undanþágu frá gjaldeyrislögum en endanleg samsetning fjármögnunar muni meðal annars ráðast af viðbrögðum við þeirri beiðni.

Hafnarfjarðarbær er ekki skuldbundinn til að nýta lánsloforð Íslandsbanka til fulls heldur getur fjármögnun bæjarins orðið með fjölbreyttari hætti, t.d. með þátttöku Lánasjóðs sveitarfélaga (LSS) og með sölu skuldabréfa til lífeyrissjóða.