*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 3. september 2020 09:42

Tilboð Norðuráls undir kostnaðarverði

Forstjóri Norðuráls segir félagið tilbúið til fjárfestinga gegn nýjum samningi, Hörður Arnarson telur verðið undir kostnaðarverði.

Ritstjórn
Gunnar Gunnlaugsson var ráðinn forstjóri Norðuráls í maí á síðasta ári.

Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, segir að það raforkuverð sem forstjóri Norðuráls hafi í huga svo félagið leggist í 14 milljarða fjárfestingu sé undir kostnaðarverði. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu.

Sjá einnig: 14 milljarða fjárfesting ef samið

Landsvirkjun sé alltaf tilbúin til samningaviðræðna en slíkt verð, sem var 23 Bandaríkjadalir á megavattstund, sé bæði undir kostnaðarverði hérlendis og erlendis sagði Hörður.

Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, segir að meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju sé um 23 Bandaríkjadalir fyrir hverja megavattstund. Slíkt sé ásættanlegt fyrir Norðurál þrátt fyrir að verðið á norræna NordPool markaðnum sé lægra. Segir hann að félagið sé tilbúið til fjárfestinga ef það fái nýjan orkusamning hjá Landsvirkjun.