Tilboði Regins í Eik fasteignafélag var ekki samþykkt. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Í tilkynningunni segir að í tilboðinu, sem gert var þann 5. September síðastliðinn, hafi ein af forsendum verið sú að samþykki fengist við tilboðinu frá eigendum 68% hlutafjár að lágmarki.

Frestur til að svara tilboðinu rann út klukkan fjögur í dag án þess að framangreindu lágmarki væri náð og er tilboðið því fallið úr gildi. Í tilkynningunni segir að Reginn hafi eftir sem áður áhuga á viðræðum við hluthafa Eikar fasteignafélags um kaup á félaginu eða samruna við Reginn hf.