Í dag lauk lokuðu útboði á tveimur flokkum sértryggðra skuldabréfa hjá Landsbankanum. Tilboðum fyrir 1,4 milljarða króna var tekið en alls bárust tilboð uppá 3,28 milljarða.

Skuldabréfin eru með ávöxtunarkröfu uppá 6,71% en þau eru í óverðtryggðum flokki sem kallast LBANK CB 19. Flokkurinn er skráður á Nasdaq Iceland. Eftir þessa viðbótarútgáfu skuldabréfanna nemur heildarstærð flokksins 11,6 milljörðum króna en engum tilboðum var tekið í verðtryggða flokkinn LBANK CBI 22.

Í fréttatilkynningu Landsbankans segir að stefnt sé að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland 31. maí næstkomandi. Kvika sinnir viðskiptavakt með ofangreinda flokka sértryggðra skuldabréfa.