Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í flokkum LSS150224 og LSS150434 í gær. Uppgjör viðskipta fer fram á morgun.

Alls bárust tilboð í LSS150224 að nafnvirði 1.425.000.000 íslenskra króna á bilinu 2,29% - 2,47%.  Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 555.000.000 króna á ávöxtunarkröfunni 2,30%.  Útistandandi fyrir voru 29.884.000.000 króna. Heildarstærð flokksins er nú 30.439.000.000 krónur.

Alls bárust tilboð í LSS150434 að nafnvirði 660.000.000 króna á bilinu 2,60% - 2,80%.  Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 410.000.000 króna á ávöxtunarkröfunni 2,70%.  Útistandandi fyrir voru 10.361.852.565. Heildarstærð flokksins er nú ISK 10.771.852.565 krónur.