Að sögn talsmanns BHP Billiton, stærsta námufyrirtækis í heimi, hefur tilboði þess í helsta samkeppnisaðila sinn Rio Tinto verið hafnað en viðræður halda áfram.

Verði að samrunanum verður til fyrirtæki sem gæti keppt við brasilíska námufyrirtæki Vale do Rio Doce sem er stærsti framleiðandi járns í heiminum. Vaxandi eftirspurn er eftir járni í Kína og verðið hefur hækkað töluvert undanfarið. Með sameiningunni fengi BHP einnig aðgang að 15 milljón tonnum af kopar og 4.3 milljónum tonna af áli.