Útboð á ríkisbréfum í flokki RIKB 10 0317 með tilboðsfyrirkomulagi fór fram hjá Lánasýslu Ríkisins í dag.

Í útboðinu var óskað eftir kauptilboðum í framangreindum flokk en heildarfjárhæð var áætluð á bilinu 1.500 til 5.000 milljónir króna að nafnverði.

Alls bárust 13 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 3.700 milljónir að nafnverði og var þeim öllum hafnað.

Fyrr í dag fóru fram uppkaup óverðtryggðra ríkisbréfa í flokki RIKB 07 0209 og var í útboðinu óskað eftir sölutilboðum fyrir allt að 10.000 milljónir að nafnverði.

Alls bárust tvö gild tilboð að fjárhæð 900 milljónir að nafnverði. Engu tilboði var tekið.

Heimildir innan lánasýslu rikisins greindu Viðskiptablaðinu frá því að fjárþörf ríkisins að svo stöddu værri ekki það mikil að þarft væri að taka óhagstæðum tilboðum á borð við þau sem bárust. Mikil eftirspurn er nú eftir óverðtryggðum bréfum til skamms tíma og verðbréfasjóðir halda því fast í bréfin.