Sigmundur Davíð birti fyrir stundu færslu á facebook-síðu sinni þar sem hann segist hafa átt mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni í morgun. Sigmundur segist hafa farið yfir það með formanni Sjálfstæðisflokksins að ef þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum henar muni hann rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta.

Á fundinum hafi þeir rætt árangur ríkisstjórnarinnar og mikilvægi þess að klára þau stóru verkefni sem undirbúin hafa verið síðustu misseri og ár. Segir hann að meðal annars þufi að ljúka afnámi fjármagnshafta, endurskipuleggja fjármálakerfið svo að það virki í þágu almennings, ljúka því sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu samþykkt um afnám verðtryggingar og innleiða umfangsmiklar úrbætur í húsnæðismálum.

Sigmundur segist jafnframt vera stoltur af verkum sínum í stjórnmálum til þessa og óhræddur við að leggja þau í dóm kjósenda hvort sem það verður gert nú eða síðar. Þá sé hann líka stoltur af eiginkonu sinni og þeim heiðarleika og fórnfýsi sem hún hefur ætíð sýnt.

Hvort sem litið er til stjórnmálabaráttu undanfarinna ára og alls þess sem þar hefur gengið á, bæði opinberlega og innbyrðis, eða til persónulegra málefna fjölskyldu minnar geti hann óhræddur, óhikað og með ánægju svarað fyrir verk sín og ákvarðanir.