„Við ætlum ekki að hverfa,“ segir Richard Branson eigandi Virgin Atlantic á bloggi sínu í dag og svarar þannig orðum stjórnarformanns eignarhaldsfélags British Ariways um að vörumerkið Virgin muni brátt hverfa.

Óstaðfestar fregnir herma að Branson hyggist selja hlut af 51% eign sinni í félaginu og hefur Air-France-KLM verið orðað við kaupin. Air-France er tengt flugfélaginu Delta Airlines sem fregnir herma að hafi boðist til að kaupa 49% hlut Singapore Airlines í Virgin. Þetta kemur fram á fréttavef BBC í dag.

Branson segir í pistli sínum að í stað þess að lögsækja Branson, stjórnarformanninn fyrrnefnda, vilji hann veðja við hann einni milljón punda á að Virgin verði áfram til staðar að minnsta kosti næstu fimm árin.