Slitastjórn gamla Landsbankans hefur fallist á beiðni fulltrúa nýja Landsbankans um að hefja viðræður um mögulega breytingu á uppgjörssamningi á milli gamla og nýja bankans. Málið lýtur að breytingu á skilmálum skuldabréfs í erlendri mynt sem Landsbankinn þarf að byrja að greiða af eftir áramótin. Bréfið hljóðar upp á 1,5 milljarða punda, jafnvirði um 300 milljarða íslenskra króna.

Fram kom í umfjöllun breska dagblaðið Guardian af fundi slitastjórnarinnar, með fulltrúum nýja Landsbankans og óformlegu kröfuhafaráði gamla bankans í London í síðustu viku að afborganirnar af skuldabréfinu þykja svo stífar að bankinn geti ekki staðið undir slíku í erlendri mynt.

Þessu hefur Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans vísað á bug. Um síðustu helgi kom fram að frekar sé stefnt að því að endurfjármagna lánin í stað þess að greiða þau upp að fullu.