Landsbankinn, í félagi við nokkra lífeyrissjóði og stjórnendur Frumtaks, undirbúa nú stofnun áhættufjárfestingarsjóðsins Frumtak 2.

Um er að ræða sambærilegan sjóð og Frumtak, sem fjárfesti á sínum tíma í Trackwell, Handpoint, Meniga, Mentor, GogoYoko, Cintamani og fleiri félögum. Líftími Frumtaks er að hámarki fjögur ár í viðbót og nýjum sjóði, Frumtaki 2, er ætlað að huga að nýjum fjárfestingartækifærum.

„Þegar þessir sjóðir renna sitt skeið eru þeir gerðir upp. Við metum það sem svo að það séu eitt til þrjú verkefni á ári fyrir nýjan svona sjóð til að fjárfesta í,“ segir Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .