Hópur fjárfesta frá Asíu, þar á meðal Kína, sem vill kaupa 95% hlut erlendra kröfuhafa í Íslandsbanka er tilbúinn til að skuldbinda sig til að greiða ekki út arð úr bankanum sem þyrfti að skipta út í gjaldeyri í 20 ár. Í Morgunblaðinu í dag segir að ljóst þyki að íslenskir ráðamenn muni aldrei heimila þrotabúum Glitnis og Kaupþings að selja hluti sína í Íslandsbanka og Arion banka til erlendra fjárfesta sem myndu sækjast eftir því að greiða sér út tugi milljarða króna í arð á ári enda myndi slíkt þrýsta á krónuna. Kaupverðið fyrir 95% hlut kröfuhafa í Íslandsbanka er 115 milljarðar króna.

Í blaðinu segir að slitastjórn Glitnis sé mjög um fjárfestahópurinn falli frá arðgreiðslum úr bankanum til mjög langs tíma enda geti það aukið líkurnar á því að eftirlitsstofnanir samþykki þá sem hæfa eigendur að banka.

Morgunblaðið bendir á að innan stjórnkerfisins og á meðal helstu ráðamanna séu talsverðar efasemdir í garð hugsanlegs kauptilboðs asíska fjárfestahópsins.