Líkur eru á því að skattaundanskot hafi aukist í byggingariðnaði að mati Skúla Eggers Þórðarsonar, ríkisskattstjóra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í ársbyrjun 2015 lækkaði endurgreiðsla virðisaukaskatts til eigenda íbúðarhúsnæðisvegna vinnu iðnaðarmanna á húsnæði þeirra úr 100% í 60%. Átakið hét allir vinna og hafði verið við líði síðan árið 2009. Eftir breytingarnar hafa endurgreiðslubeiðnum fækkað um 60% á sama tíma og umsvif í byggingariðnaði hafa aukist. Skýringin getur verið að hluta að einhverjir telji það ekki borga sig að sækja um endurgreiðsluna og ennþá gæti beiðnum vegna síðasta árs fjölgað.

Með því að gefa ekki upp til skatts er hægt að sleppa við að gefa vinnuna upp til skatts sleppur kaupandi við að greiða 40% af virðisaukaskatti (enda 60% endurgreiðsla) og seljandi þjónustu sleppir við að greiða 100% af tekjuskatti. Ef endurgreiðslan væri 100% væti enginn ávinningur fyrir kaupandann að gefa ekki upp til virðisaukaskatts segir Skúli.

Skúli segir einnig að það sé mögulega tilefni til þess að færa endurgreiðsluna aftur upp í 100%. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði á Alþingi á mánudaginn að mikilvægt væri að haga reglum þannig að ekki væri hvati til að svíkja undan skatti og nefndi þessar tilteknu breytingar.