*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 9. mars 2015 16:22

Tilefningarnefnd leggur til óbreytta stjórn Fjarskipta hf.

Lagt er til við aðalfund móðurfélags Vodafone að núverandi stjórn fyrirtækisins verði kjörin til áframhaldandi setu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tilnefningarnefnd Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, hefur farið yfir þau framboð sem bárust innan fyrirfram ákveðins tímamarks og hefur skilað tillögum sínum til aðalfundar. Nefndi leggur til að þau Heiðar Guðjónsson, Anna Guðný Aradóttir, Hildur Dungal, Hjörleifur Pálsson og Vilmundur Jósefsson verði kjörin til áframhaldandi setu í stjórn.

Eftir sem áður er unnt að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst fimm sólarhringum fyrir aðalfund, eða til kl. 16:00 laugardaginn 14. mars 2015.

Í samræmi við breyttar starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar gefst hluthöfum nú jafnframt tækifæri á að kjósa tvo af þremur fulltrúum í tilnefningarnefnd.

Stikkorð: Vodafone Fjarskipti