Þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka aðiildarumsókn að Evrópusambandinu er fyrsta mál á dagskrá Alþingis í dag. Þar á eftir koma tillögur Pírata annars vegar og VG hins vegar um þjóðaratkvæðagreiðslur um framhald viðræðna.

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar lýstu miklum vonbrigðum fyrir helgi með að ekki hefðu farið fram viðræður við oddvita stjórnarflokkanna um það hvernig haldið yrði á málum núna í vikunni, en í síðustu viku voru nefndardagar á þingi.

Harðar umræður voru um Evrópusambandsmálin í vikunni þar á undan þegar skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræðurnar var rædd.