Tillaga um að stjórn Alfesca fái heimild til að skrá hlutafé félagsins í evrum, verður lögð fyrir á aðalfundi félagsins 24. september.

Lagt er til að við umreikning verði miðað við kaupgengið EUR/ISK 87,0414134, og fylgir þá eitt atkvæði hverri evru í stað hverju evru senti í hlutafé, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Ennfremur er tillaga um að stjórn félagsins fái heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 850.000.000 að nafnverði með útgáfu 850.000.000 nýrra hluta.

Kaupgengi hlutanna og söluskilmálar hlutanna skulu vera nánar ákveðnir af stjórn félagsins. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til áskriftar að þessum nýju hlutum. Heimildin gildir til 01.09.2012 að því marki sem hún hefur ekki verið nýtt fyrir þann dag.

Tillaga um að stjórn félagsins fái heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að 850.000.000,00 að nafnverði með útgáfu 850.000.000 nýrra hluta. Kaupgengi hlutanna og söluskilmálar hlutanna skulu vera nánar ákveðnir af stjórn félagsins. Núverandi hluthöfum skal vera heimilt að nýta forgangsrétt sinn við skráningu fyrir nýjum hlutum.

Heimildin gildir til 01.09.2012 að því marki sem hún hefur ekki verið nýtt fyrir þann dag.