Til að ráðherra geti selt eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtæki verður að vera heimild fyrir því í fjárlögum auk þess sem Bankasýsla ríkisins verður að leggja slíka sölu til. Heimildin er til staðar í tilviki eignarhlutarins í Landsbankanum, en Bankasýslan á eftir að gera tillögu um sölu. Fjallað hefur verið um vænta sölu á Landsbankahlut á árinu á vb.is .

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, segir að hingað til hafi Bankasýslan ekki talið tímabært að selja eignarhlut ríkisins í Landsbankanum, heldur væri hagsmunum ríkissjóðs betur borgið með því að halda hlutunum og fá af þeim arð. Bendir hann á að ríkissjóður hafi nú þegar fengið um fjórðung þeirra fjármuna sem hann lagði í Landsbankann árið 2009 til baka í formi arðgreiðslna.

Aftur á móti er undirbúningsvinna fyrir sölu í gangi hjá okkur og má segja að hún sé orðin meiri núna en áður. Við höfum ekki sent frá okkur formlega tillögur,“ segir Jón Gunnar. Hann segir að framkvæmd sölu, þegar ákvörðun hefur verið tekin, gæti tekið 6-9 mánuði og því gæti salan farið fram öðru hvoru megin við næstu áramót, að því gefnu að ákvörðun um slíkt verði tekin.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .