Vigdís Hauksdóttir lagði fram tillögu í maí árið 2012 um að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla, samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs, um það hvort aðildarviðræður við Evrópusambandið ættu að halda áfram. Þetta kom fram í máli Vigdísar í umræðum um fundarstjórn forseta í dag.

Hún sagði að þáverandi þingmenn meirihlutans hefðu fellt þingsályktunartillöguna og gerði athugasemd við að sömu aðilar krefðust núna atkvæðagreiðslu um það hvort áframhaldandi aðildarviðræður ættu að fara fram. „Þetta er hráskinnaleikur virðulegi forseti,“ sagði Vigdís.

Samkvæmt frásögn Vigdísar greiddu eftirfarandi þingmenn nei við tillögunni og felldu hana.

Árni Þór Sigurðsson
Birgitta Jónsdóttir
Guðbjartur Hannesson
Guðmundur Steingrímsson
Helgi Hjörvar
Katrín Jakobsdóttir
Kristján Möller
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Róbert Marshall
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Steingrímur J Sigfússon
Svandís Svavarsdóttir
Valgerður Bjarnadóttir
Ögmundur Jónasson
Össur Skarphéðinsson