Donald Trump hefur útnefnt Rex Tillerson, forstjóra olíurisans ExxonMobil, utanríkisráðherra. Efri deild bandaríska þingsins verður þó að staðfesta útnefningu Trumps.

Tillerson, sem er 64 ára gamall líkt og Trump, hefur ekki neina formlega reynslu af utanríkismálum, en hefur þó starfað sem forstjóri alþjóðlega olíufyrirtækisins ExxonMobil stóran hluta ævi sinnar. Búist er við því að Tillerson muni eiga góð samskipti við Rússa, hann hefur meðal annars hlotið sérstakan „vinaheiður“ Rússlands.

„Þrautseigja hans, reynsla og djúpur skilningur hans á alþjóðamálum gera hann að frábærum utanríkisráðherra,“ segir Trump meðal annars í yfirlýsingu.