Umhverfisstofnun hefur auglýst tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir Elkem Ísland ehf. (áður Íslenska járnblendifélagið hf.).

Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar en í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að framleiða allt að 190.000 tonnum (miðað við 75 % FeSi) af 45 - 100% kísil og kísiljárni og allt að 45.000 tonnum af kísilryki í ljósbogaofnum og eftirvinnslu á hluta af framleiðslunni.

Fram kemur að starfsleyfistillagan felur í sér heimild til reksturs sólarkísilverksmiðju að Grundartanga og eru í því sambandi m.a. ákvæði í henni um fráveituhreinsun.

Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar.