Ásmundur Einar Daðason, formaður hagræðingarhópsins svokallaða, segir að tillögur hópsins verði birtar á vef forsætisráðuneytisins á morgun, mánudag. Nefndin skilaði fyrir nokkru tillögunum til ráðherranefndar um ríkisfjármál sem hefur  haft tillögurnar til umfjöllunar. Munu endanlegar tillögur koma fyrir sjónir almennings á morgun og í framhaldinu verður tekið mið af þeim í fjárlagavinnu fram að áramótum. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Ásmundur Einar var gestur ásamt Svandísi Svavarsdóttur og Birgittu Jónsdóttur.

Þingmennirnir Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Unnur Brá Konráðsdóttir tóku þátt í starfi hópsins.

Hagræðingarhópnum var ætlað að leggja til aðgerðir til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Einnig var hópnum ætlað að yfirfara stóra útgjaldarliði eins og fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera mætti kerfisbreytingar sem leiða til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna