Samkvæmt núgildandi lögum er eina færa leiðin til að rétta stöðu A-hluta Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins að hækka framlag launagreiðenda,“ segir Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. „Ekki er hægt, nema við mjög alvarlegar aðstæður, að breyta lögum á þann veg að skerða megi áunnin réttindi sjóðsfélaga því þau eru eignarréttarvarin. Ef slíkar aðstæður væru fyrir hendi þyrfti að stíga mjög varlega til jarðar og þyrfti þá til dæmis líklega að skerða réttindi sjóðsfélaga í B-hlutanum. Jafnt yrði yfir alla að ganga.“

Páll Harðarson, fyrrverandi stjórnarmaður í LSR, sagði á ársfundi LSR í síðustu viku að tillögur um hækkun iðgjalda hefðu verið lagðar fram í stjórn sjóðsins, en að fulltrúar ríkisins í stjórninni hefðu skotið þær tillögur niður.