ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), efna  í tuttugasta og annað sinn til auglýsingasamkeppni  sem heitir Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin.

Verðlaunin verða afhent á kvölddagskrá Lúðrahátíðar 29. febrúar 2008 á  Lúðrahátíð fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.

Samkeppnin er sem fyrr opin öllum þeim sem stunda gerð og/eða dreifingu auglýsinga. Skilyrðið er að auglýsingin sé gerð fyrir íslenskan markað og hafi birst á Íslandi í fyrsta sinn á árinu 2007.

Innsendingar  á þessu ári voru 630 eru veitt verðlaun í 14 flokkum.

Dómnefnd er  skipuð 21 aðila frá ÍMARK, SÍA, FÍT, Orðspori og Félagi kvikmyndagerðarmanna. Dómnefndin fer yfir allar innsendingar í tölvu, í tveimur umferðum. Í fyrri umferð er hverri innsendingu gefið stig, og í seinni umferð eru 5 bestu auglýsingarnar valdar.

Veitt verða verðlaun í eftirtöldum flokkum:

Sjónvarpsauglýsingar

Útvarpsauglýsingar

Dagblaðaauglýsingar

Tímaritaauglýsingar

Vöru- og firmamerki

Umhverfisgrafík

Veggspjöld

Auglýsingaherferðir

Markpóstur

Viðburðir (event)

Vefborðar

Opinn flokkur

Almannaheillaauglýsingar

- auglýsingar í ljósvakamiðlum (sjónvarps- og útvarpsauglýsingar)

- auglýsingar í prentmiðlum/öðrum miðlum