Þorsteinn Gunnarsson hóf störf sem forstjóri Opinna kerfa á dögunum. Þorsteinn hefur að baki fjölbreytta reynslu á sviði upplýsingatækni og hefur þar að auki verið virkur í frumkvöðlaumhverfinu síðustu ár. Hann er rafmagnsverkfræðingur úr Háskóla Íslands og hefur mastersgráðu í kerfisverkfræði og stýritækni frá University of Washington.

Þorsteinn tók þátt í að stofna fyrirtækið Coori árið 2010 og hefur verið stjórnarformaður þess frá upphafi. Coori býður upp á tungumálalausnir á netinu og notar gervigreind til að hjálpa fólki að læra hraðar og á persónugerðan máta. "Við byrjuðum á því að kenna Englendingum japönsku og erum núna að kenna Japönum ensku," segir Þorsteinn.

Starfsemi fyrirtækisins er í Japan og er athyglin á fyrirtækjamarkaðinn þar. "Gengur mjög erfiðlega að læra, en rosalega miklir peningar. Þannig að við teljum að þarna sé bestu tækifæri félagsins og allur fókusinn þar."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .