Tilskipun Evrópusambandsins, um að hækka beri innistæðutryggingar úr rúmlega 20.000 evrum í 100.000 evrur, gengur ekki upp hér á landi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns sjálfstæðisflokksins. Fjallað eru málið í Morgunblaðinu í dag.

Tilskipunin, sem til stendur að taka upp í gegnum EES-samninginn, var rædd á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær að beiðni Guðlaugs Þórs. Þar var samþykkt að málið yrði tekið upp í aftur í byrjun ágúst þegar sérfræðingar gætu farið yfir málið með nefndinni.

Guðlaugur segir í samtali við Morgunblaðið að ef tilskipunin verði innleidd á Íslandi þá muni íslenska ríkið ekki geta staðið við skuldbindingar tryggingarsjóða, færi svo að einn bankinn kæmist í þrot. Hann segir því brýnt að koma í veg fyrir að tilskipunin fari inn í íslenska löggjöf.