Stjórn og stjórnarandstaða náðu í gærkvöldi samkomulagi um frestun innleiðingar á tilskipun ESB um innistæðutryggingar og lögfesta í bili aðeins þau atriði frumvarps um Tryggingasjóð innistæðueigenda sem einhugur ríkir um og þykja brýn.

Morgunblaðið greinir frá þessu og segir að sá hluti frumvarpsins sem verði að lögum nú varði hækkun iðgjalds fjármálastofnana í sjóðinn. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, fulltrúa Sjálfstæðismanna í viðskiptanefnd Alþingis, að með þessu sé mestu hættunni aflýst en hann hefur lagst gegn ríkisábyrgð á innistæður.