Ákveðið hefur af heilbrigðisráðherra, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja núgildandi auglýsingu um takmörkun á samkomum til 18. ágúst. Því miðast fjöldatakmarkanir á samkomum áfram við 500 manns og opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi til 23.00. Kjarninn greinir frá.

Þann 17. júlí var lagt fram að fjöldatakmörkunum vegna COVID-19 yrði breytt úr 500 í 1.000 einstaklinga þann 4. ágúst og að opnunartími skemmti- og vínveitingastaða yrði rýmkaður til klukkan 24:00. Hins vegar hafa smit greinst hér í vaxandi mæli og dreifing aukist innanlands.

Nú eru 24 virk smit hér á landi og er um helmingur þeirra innanlandssmit.

„Á undanförnum dögum hefur orðið sú breyting á faraldsfræði COVID-19 hér á landi að innflutt smit hafa greinst hér í vaxandi mæli og dreifing hefur orðið innanlands,“ skrifar Þórólfur í minnisblaði sínu til heilisráðherra. „Enginn hefur hins vegar veikst alvarlega og enginn hefur lagst inn á sjúkrahús. Um 200 einstaklingar hafa þurft að sæta sóttkví vegna þessara smita,“ er haft eftir Þórólfi.

Ljóst er að ákvörðunin mun hafa veruleg áhrif á rekstur fjölda fyrirtækja, meðal annars skemmtistaða. Rekstur B5 hefur verið um 30% af því sem hægt er að búast við í eðlilegu árferði. Skemmtistaðurinn Austur hefur verið veitt heimild til greiðsluskjóls.