Tiltrú fjárfesta á evrópskum hlutabréfamarkaði minnkaði meira en búist var við í síðasta mánuði. Ástæða þessa er sögð vera hræðsla manna um að efnahags ástandið í Bandaríkjunum muni draga úr hagvexti í heiminum og að verðbólga muni hækka.

Í frétt á vef Bloomberg segir að minnkandi vöxtur og hækkandi verð hafi komið sér illa fyrir Seðlabanka Evrópu en stefna bankans er að halda verðbólgunni innan við 2%. Sérfræðingar segja að kólnun efnahagsins í Bandaríkjunum muni hafa áhrif til hækkunar veðbólgu í Evrópu.