Apple áætlar að launakjör forstjórans, Tim Cook, fyrir árið 2023 muni hljóða upp á 49 milljónir dala, eða sem nemur 7 milljörðum króna. Það er um 40% lækkun frá síðasta ári þegar viðmið um launakjör hans var um 84 milljónir dala, eða um 12 milljarðar króna.

Starfskjaranefnd stjórnar Apple segist hafa tekið tillit til bæði athugasemda hluthafa. Þá hafi Cook sjálfur ráðlagt nefndinni að lækka launakjör sín.

Grunnlaun Cook verða óbreytt í 3 milljónum dala og hann á möguleika á allt að 6 milljónum dala í kaupauka. Virði þess hlutafjár sem hann fær greitt í, lækkar úr 75 milljónum dala í 40 milljónir dala á milli ára.

Þegar uppi var staðið námu kjör Cook um 99,4 milljónum dala árið 2022 og 98,8 milljónum dala árið 2021, sem var 500% aukning frá árinu 2020, að því er kemur fram í frétt Financial Times.

Auðæfi Cook eru metin á 1,7 milljarða dala, eða sem nemur nærri 240 milljörðum króna, samkvæmt rauntímalista Forbes.