Forstjóri Apple telur úrskurð Evrópusambandsins galinn og lykti af pólitík. Þetta kemur fram í frétt RTE um málið. Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins kvað á að Írland hefði fengið skattaafslátt á Írlandi upp á 13 milljarða evra og þyrfti að greiða þann afslátt til baka.

Er Tim Cook jafnframt mjög öruggur um það að niðurstöðu ESB verði snúið í áfrýjun.

Margrethe Vestager - sem er yfir samkeppnismálum í Framkvæmdarstjórn ESB, sagði á fréttamannafundi að niðurstaðan hafi verið byggða á staðreyndum og því alls ekki pólitíska.

Á vefsíðu BBC er haft eftir Cook að fyrirtækið hafi ekki gert neitt rangt og að írska ríkið hafi ekki gert neitt af sér.