Steinn Logi Björnsson, forstjóri flugfélagsins Bláfugls, segir að tímabil aðlögunar og samruna sé framundan í ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hann segir jafnframt að áhrif breytts rekstrarumhverfis í ferðaþjónustugeiranum eigi eftir að koma fram.

Steinn segir að nauðsynlegt sé fyrir fyrirtækin að hagræða í rekstri til að geta staðið undir núverandi launakostnaði. Þó muni einhver fyrirtæki óhjákvæmilega þurfa að hætta rekstri.

Sjá einnig: Samþjöppun komin á fullt skrið

Bókanir ferðamanna á netinu benda til þess að ferðamynstur þeirra sé að breytast. Ferðamönnum frá Bandaríkjunum er að fjölga en þeir dvelja skemur heldur en Evrópubúarnir. Það sama gildir um ferðamenn frá Asíu.