Viðskipti með skuldabréf útgefin af ríkinu hófust aftur rétt í þessu, en viðskipti hófust ekki í morgun vegna óvissu um hvort verðtryggingin væri lögleg. Efta dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að verðtrygging sé lögleg eins og vb.is greindi frá í morgun .

Með vísan til fréttatilkynningar Lánamála ríkisins frá því fyrr í dag og að höfðu samráði við aðalmiðlara, hafa Lánamál ríkisins ákveðið að afturkalla tímabundna undanþágu á skyldum þeirra á eftirmarkaði.

Skulu skyldur aðalmiðlara skv. 3. gr. gildandi samnings milli aðalmiðlara og Seðlabanka Íslands taka gildi á ný frá kl. 11:25 í dag.