Fráfarandi forstjóri HS Orku hf. hefur beðið um að flýta áður ákveðnum starfslokum og lætur hann formlega af störfum í vikunni. Þetta kemur fram á vef HS Orku.

Stjórn HS Orku hf. hefur falið Finni Beck, lögfræðingi félagsins, að gegna stöðu forstjóra tímabundið þar til nýr hefur verið ráðinn. Ráðningaferlið stendur yfir og er gert ráð fyrir að því ljúki á næstu vikum.

Finnur Beck hefur starfað sem aðallögfræðingur félagsins frá árinu 2015 en starfaði áður sem héraðsdómslögmaður og einn eigandi lögmannsstofunnar Landslögum.